Sótthiti barna

Belladonna gegn hita

Þegar börnin fá hita gefa foreldrar gjarnan hitastíl í þeim tilgangi að lækka hitann og létta á vanlíðan barnsins. Þetta er ofur skiljanlegt en um leið mikilvægt að foreldrar átti sig á því af hverju líkaminn framkallar þennan hita. Hitinn er einkenni eða viðbragð líkamans við áreiti, eða sýkingu. Til þess að geta brennt upp bakteríu, veiru þarf hann að ná ákveðnu hitastigi. Ef hitastíll er gefinn og hitinn lækkar þýðir það að bakterían/veiran lifir áfram í kerfinu eða liggur í dvala og mun láta á sér kræla fljótlega. Ótti foreldranna er skiljanlegur hvað varðar hitakrampa og áhrif hans á heilann. Þess vegna er nauðsynlegt að fræða foreldra um hvað er í gangi og að til eru aðrar leiðir, t.d. hómópatískar remedíur. Ég ræddi við lækni nýlega sem var á þeirri skoðun að við værum alltof fljót að grípa inní eðlilegt ferli líkamans til þess að lækna sig sjálfur með því að gefa lyf. Hann sagði afar sjaldgæft að börn fengju hitakrampa. 

Hómópatían á svar við þessu. Þegar líkaminn framkallar hita upp í 38,5 má gefa remedíuna Belladonna sem í fyrsta lagi verndar heilann gegn hitakrampa og í öðru lagi er einnig hvati til þess að líkaminn framkalli þann hita sem þarf til þess að uppræta bakteríuna/veiruna. Gefin er ein inntaka og beðið eftir viðbrögðum. Í sumum tilfellum dettur hitinn alveg niður en í öðrum hækkar hann og þá skal gefa inntöku með styttra millibili eftir því hversu hár hitinn er. Fari hann yfir 40 stig ráðlegg ég inngjöf á 5 mín. fresti þar til breyting verður.

Ef Belladonna er gefin og hitinn lækkar ekki og er mjög er líklega um veirusýkingu að ræða og þarf þá að nota aðrar remedíur samhliða Belladonna sem alltaf er notuð til þess að vernda heilann. Þá notum við viðeigandi remedíur sem miðast við einkenni hvers og eins og aðeins í samráði við menntaðan hómópata.
Börn fá yfirleitt hita vegna sýkinga. Þau geta líka fengið hita í tanntöku, eftir sprautugjafir, ígerðir o.fl.
Það er útbreiddur misskilningur að börn séu hraust af því þau fá aldrei hita. Það er líklegra að ónæmiskerfi þeirra sé veikt, þau eru ekki fær um að bregðast við. Það er merki um gott ónæmiskerfi að fá háan hita og vera fær um að vinna á sýkingum.

Eftir Jónu Ágústu Ragnheiðardóttur hómópata.

Til baka

Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan
 

Dáleiðslutækni - Hómópatía - Lífsveiflutækni - Ljóstækni - Orkubrautatækni - Magaband - Remedíur -

Heilsuhöndin leiðir þig til betri heilsu.