Hómópatía heimilanna - eyrnasýking


Eyrnasýking ásamt nefrennsli er algengasti sjúkdómur sem herjar á börnin. Næstum hvert einasta barn hefur fengið í það minnsta einu sinni í eyrun fyrir sex ára aldurinn og þetta er hvimleitt bæði fyrir foreldra og börn. Það er einnig ástæða til að óttast að sýkingin geti valdið heyrnaskerðingu og tafið málþroska. Fullorðnir geta líka fengið í eyrun. Það eru aðallega tvær tegundir sýkinga. Sýking í miðeyra og hljóðhimnu kallast otitis media og er alvarlegt mál og læknar eiga við hann þegar þeir greina "eyrnasýkingu". Sýking í ytra eyra otitis externa er í ytra eyra eða í göngunum sem liggja að hljóðhimnunni. Þetta er raunverulega húðsýking svipuð þeim sem verða annars staðar í líkamanum en getur valdið heilmiklum eyrnaverk og útferð úr eyrum. Við skulum ræða hvert tilfelli fyrir sig.

Eyrnaverkur stafar ekki alltaf af sýkingum. Fólk með kvef kvartar yfir því að eyrun stíflist og þeir finni skarpa stutta verki. Þessi einkenni eru yfirleitt mild og stafa vegna bólgu og vökvaframleiðslu kvefsins sem þrýstir öðru hvoru megin á hljóðhimnuna. Þrýstingsbreytingar valda líka eyrnaverk eins og við þekkjum í flugvélum eða þegar bíll keyrir upp í fjöll. Sumir fá eyrnaverk alltaf þegar þeir eru úti í köldum vindi eða synda í köldu vatni.


Otitis Media (Miðeyrasýking)

Miðeyrað, plássið á bakvið hljóðhimnuna sýkist. Kokhlustin liggur frá miðeyra áfram og niður og tengir miðeyrað við svæðið aftan við nefið. Yfirleitt opnast göngin svo að vökvinn (sem slímfrumurnar í eyranu framleiða) nái að renna niður í hálsinn og til að þrýstingurinn í miðeyranu geti verið jafn þrýstingnum í andrúmsloftinu. Annars er kokhlustin lokuð til að fyrirbyggja að vökvinn í nefinu sem fullur er af bakteríum renni inn í miðeyrað. Eyrnasýking verður þegar kokhlustin opnast og lokast á röngum tíma svo vökvinn úr nefi og hálsi(fullur af bakteríum) kemst að miðeyranu. Bólga vegna kulda eða ofnæmis gæti orsakað að hlustin opnast og lokast þegar það á ekki við en í ungabörnum eru göngin einfaldlega of lítil og stutt til að geta unnið rétt.

Þegar miðeyrasýking hefur orðið framleiðir líkaminn hvít blóðkorn og mótefni og sendir í vefina og í miðeyrað þar sem þau ráðast á bakteríurnar. Þar sem dauðar bakteríur og hvít blóðkorn safnast upp myndast gröftur sem þrýstir á hljóðhimnuna sem bungar út, það strekkist á henni og það veldur verk. Að lokum gæti hún rifnað svo gröfturinn getur flætt út í ytra eyrað. Vertu óhræddur þótt þú sjáir þetta gerast (þú sérð gröft eða blóð leka út úr eyranu) því það er eðli líkamans að losa sig við sýkt efni og rifin hljóðhimna læknast fljótt.

Einkenni bráðasýkingar í miðeyra eru mismunandi. Ung börn virðast þjást og þau toga oft og leika með eyrun á sér. Eldri börn og fullorðnir skynja yfirleitt ef eitthvað er að í eyranu og ekki er óalgengt að eyrað hreinlega stíflist vegna alvarlegrar sýkingar. Hafi hljóðhimnan rifnað sést greinilega útferð úr eyra eða að hárið í námunda við eyrun er klístrað og límkennt.

Mörg þeirra barna sem fá endurteknar sýkingar hafa sitt eigið einkenna-mynstur sem foreldrarnir læra fljótt á. Óvenjulegur pirringur, tilfinningaleg viðkvæmni eða verða háð foreldrinu tengist eyrnasýkingum og stundum er eina sönnunin fyrir eyrnasýkingu einmitt sú að barnið breytist í hegðun. Það gæti fylgt hár hiti en yfirleitt fylgir eyrnasýkingum ekki hár hiti. Stundum ælir barnið eða hefur niðurgang vegna eyrnasýkingar án þess að nokkuð annað bendi til að um eyrnasýkingu sé að ræða. Í flestum tilfellum, sé ekki um annað að ræða, lagast meltingartruflanirnar fljótt.

Greining eyrnasýkingar er algerlega háð nákvæmri skoðun á hljóðhimnunni með eyrnasjá. Eðlileg hljóðhimna er perlugrá, frekar gljáandi útlits og virðist viðkvæm og hálfgagnsæ. Helstu breytingarnar meðan á sýkingu stendur er að hljóðhimnan þrýstist út vegna uppsafnaðs gröfts innanfrá. Hljóðhimnan þykknar, verður ekki eins gegnsæ og virðist nokkuð rauð. Roði í hljóðhimnu gæti líka orsakast af hita, grát, kvefi og aldrei skyldi nokkur sjúkdómsgreina barn með otitis-media eingöngu vegna rauðrar hljóðhimnu.

Læknar hafa almennt talið að fúkalyf læknuðu eyrnasýkingu og kæmu í veg fyrir hana. Rannsóknir sl. 25 ára hafa fellt þessa trú. Gerð var rannsókn á stórum hópi barna með otitis-media og kom í ljós að þau sem fengu fúkalyf voru aðeins lengur að fá bata en þau sem fengu engin fúkalyf. Önnur rannsókn leiddi í ljós að þau börn með króníska eyrnasýkingu sem fengu fyrirbyggjandi fúkalyf voru í 2-6 sinnum meiri hættu á að fá sýkingu en þau börn sem fengu placebo (gervilyf). Harvard-prófessorinn John Bailar gaf út þá yfirlýsingu nýlega að rannsóknir hefðu sýnt að fúkalyf hefðu ekkert að segja gegn otitis-media.

Hvað sem því líður skaltu vera á verði sé otitis-media greind. Alvarlegar aukaverkanir geta orðið vegna eyrnasýkingar en þó afar sjaldan og er þá átt við mastoiditis/stikilsbólgu, sem er sýking í beininu aftan við eyrað. Aðgættu vandlega hvort þú sjáir roða, viðkvæmni, verk eða bólgu á þessu svæði og láttu lækninn/hómópatann þinn vita. Mastoiditis getur orðið krónískt vandamál sem orsakar heyrnarleysi og eyðingu beinsins.

Heilahimnubólga og aðrar sýkingar miðtaugakerfisins gætu orðið vegna eyrnasýkingar ef hún breiðist út í blóðstreymið til beinanna. Einkennin eru alvarlegur og stöðugur höfuðverkur, stífur háls, stöðug uppköst og breytingar á skapi eða viðbrögðum.

Algengustu aukaverkanir sýkingar í miðeyra eru þau krónísku eyrnavandamál sem oft fylgja í kjölfarið. Vessakennd eyrnasýking, uppsöfnun glærs vökva (hættulauss) í miðeyra truflar eðlilegar hreyfingar hljóðhimnunnar og litlu beinin í miðeyranu sem hefur áhrif á heyrnina sem minnkar.

Hómópatar álíta heildræna meðfer áhrifaríka í krónískum vessasýkingum.Venjulega er stöðugt heyrnarleysi vegna krónískrar vessasýkingar meðhöndlað með því að sett eru rör í eyrun svo vökvinn nái að flæða út. Þetta lagar heyrnarleysið í nokkra mánuði og er ákaflega mikilvægt fyrir barnið svo málfar þess þroskist eðlilega. Rannsóknir hafa sýnt að ekki er langvarandi árangur í betri heyrn þegar rörin eru sett í því hljóðhimnan myndar ör. Okkur finnst því að rörin ættu eingöngu að nota fyrir króníska vessasýkingu ef hún orsakar örugglega heyrnardeyfð og ekki annars.
Almenn umönnun:
Almennar leiðbeiningar fyrir hverslags bráðasýkingar í miðeyra; hvíld, mikill vökvi og huggun. Heitur bakstur eða þvottapoki settur við eyrað gæti minnkað verkinn.

Til að fyrirbyggja eyrnasýkingu skaltu ekki láta barnið liggja meðan það drekkur af brjósti eða pela; því mjólkinn eða djúsinn lekur inn í kokhlustina sem hvetur til sýkinga. Fólk getur líka verið viðkvæmara fyrir sýkingum vegna bólgu og vökvauppsöfnunar; því væri gott að það gerði sér grein fyrir hvað veldur ofnæminu.

Otitis Externa (Sýking í ytra eyra)

Sýking í ytra eyra í grundvallaratriðum húðsýking í göngunum sem liggja frá ytra eyra að hljóðhimnu. Einkennin eru oft miklir verkir og sláttur vegna bólgunnar. Það einkennir verkina að þeir versna ef eyrað hreyfist svo það er góð aðferð að toga í eyrnasnepilinn til að aðgreina miðeyrasýkingu og sýkingu í eytra eyra. Báðar sýkingarnar geta verið til staðar á sama tíma svo þú ættir að nota leiðbeiningarnar: Ofar Heimaönnun" til að dæma um hvort þú þurfir læknishjálp. Það er oft mikill kláði í ytri göngum í sýkingu í ytra eyra. Ef þú skoðar inn í göngin sérðu að þau eru rauð, hreistrug og blaut og þykk útferð einnig verið. Yfirleitt fylgir enginn hiti eða önnur veikindaeinkenni. Sýking í ytra eyra skaðar ekki heyrnarlíffærin þótt útferðin og bólgan gæti deyft heyrnina um tíma. Þó er örlítil hætta á því að sýkingin breiðist út eins og í öllum öðrum húðsýkingum. Verði eyrað skyndilega rautt og bólgni, jafnvel í kring, er það hættumerki einnig ef fólk fær hita.


Almenn umönnun:

Þvoðu varlega hreistrið og útferðina með því að setja bómull vættan í vínediki (vatn og edik til helminga) eða með Burow's upplausn (sem fæst í apótekum) í göngin og láttu hann vera þar í 8-12 tíma. Passaðu samt að þú náir auðveldlega í bómulinn aftur. Þá skaltu þrífa göngin með volgu vatni með sprautu. Láttu eyrað svo hreinsa sig sjálft en settu 1-2 dropa af vínedik-upplausninni inn á átta tíma fresti eða svo.

Ofar heimaönnun:

Náðu í lækni strax ef: eyrnaverknum fylgir alvarlegur veikleiki, missi eðlilegra viðbragða, alvarlegs höfuðverks eða stífleika í hálsi.
Náðu í lækni í dag: ef barnið fer að toga eða nudda í eyrun. Ef barnið er með verk og þú sérð greinilega útferð úr eyra í barni undir sjö ára aldri. Ef alvarlegur eyrnaverkur í fólki á öllum aldri fylgi honum hiti eða útferð. Ef þú sérð roða á beinsvæðinu fyrir aftan eyrun og það er aumt. Ef skyndileg heyrnardeyfð verður með eða án verkja.

Hittu meðhöndlarann þinn sem fyrst:

ef eldra barn eða fullorðinn fær mildan eyrnaverk eða útferð úr eyra sem hefur staðið yfir í 1-2 vikur.

Ef vægt heyrnarleysi hefur varað lengur en tvær vikur.

Hómópatískar remedíur fyrir allar tegundir eyrnasýkinga:

Eftirfarandi remedíur eiga við börn með eyrnasýkingar en þær eiga jafnvel við fullorðna líka. Flestar lýsingar líkamlegra skoðana (litur og lögun hljóðhimnu) á við miðeyrasýkingu en öll einkenni eru sambærileg við bæði sýkingu í miðeyra og ytra eyra. Einnig má nota þessar leiðbeiningar til að meðhöndla manneskju sem hefur eyrnaverk vegna annars en sýkingar.


Margar remedíurnar hafa svipuð einkenni sem dæmi Silica, Hepar sulph. og Mercury standa jafnfætis séu sogæðaeitlarbólgnir í höfði og hálsi sem er svo algengt með eyrnasýkingu. Standi engin sérstök remedía uppúr skaltu byrja annaðhvort á Pulsatilla, sé barnið háðara þér en vant er eða Hepar sé barnið pirrað eða alvarlegur verkur er yfirþyrmandi í málinu.


Dæmi um spurningar hómópatans vegna eyrnaverks:
Leiðir verkurinn ofan eða aftan í háls eða fyrir aftan eyru?
Hvernig er litur og gerð útferðarinnar úr eyranu?
Á hvaða tíma dagsins er verkurinn verstur?
Er eyrað viðkvæmt og er aumt að snerta það?
Hvernig áhrif hefur hiti eða kuldi á verkinn?
Hvaða áhrif hefur það á verkinn ef þú lútir höfði, beygir þig niður, liggur niðri, hreyfir þig almennt?
Þykir þér betra að liggja á slæma eyranu?
Versnar verkurinn ef þú kyngir?
Hvernig er litur og gerð nefrennslis?
Hefur munnvatnsframleiðsla aukist og sviti? (Sjá viðeigandi greinar ef eyrnaverknum fylgir nefrennslu, hósti, sár hálsi eða önnur einkenni).
Varðandi remedíugjöf:

Gefðu remedíuna: á 3-6 tíma fresti í 2-3 daga og hætta áður séu greinileg batamerki; endurtaka svo þegar einkenni versna eða hafi engin batamerki komið í ljós eftir tólf klst.

Remedíur gegn eyrnasýkingum
Eftirfarandi upptalning er fyrir foreldra í þeim tilgangi að þeir átti sig á hvernig hómópatinn velur remedíu sem á best við í hverju tilfelli fyrir sig.

Belladonna: Skyndilegur eyrnaverkur með sárum verk, eftir að hafa fengið milt kvef (nefrennsli ekki þykkt eða litað). Ytra eyra ljósrautt, gröftur í ytri göngum eða hljóðhimnu. Skyndilegur hár hiti. Eyrnaverkur leiðir aftur í háls og oft er sár háls eða verkur í andliti.
Ferrum Phos: Byrjunarstig eyrnaverks áður en gröftur myndast; einkenni líkjast Belladonnu en eru ekki eins skyndileg og alvarleg. Gott að gefa sé Belladonna rétta remedían en hefur ekki virkað.
Hepar Sulphur: Skarpur alvarlegur eyrnaverkur með þykkri, litaðri útferð frá eyrum eða nefi. Pirringur.
Hrollur og vill ekki kalt, þarf að dúða sig og þráir hita. Verkurinn versnar í kulda eða vegna vinds og ef fær kaldan bakstur á eyrað. Betri fyrir heitan bakstur. Verri um nætur.
Pulsatilla:
Milt geðslag, gerir kröfur um ástúð og líkamlega umhyggju. Gulgræn þykk útferð frá nefi eða eyrum. Verkur verri um nætur og í hlýju herbergi. Almennt verri í hita, vill ferskt loft. Lítill þorsti eða enginn.
Chamomilla: Ofboðslegt eirðarleysi, barnið öskrar og grætur reiðilega, vill ekki láta snerta sig eða hugga og hendir til hlutum í bræði. Alvarlegur eyrnaverkur. Barnið róast ef haldið er á því en er samt pirrað. Eyrnaverkur tengist tanntöku. Einkenni versna ef þau lúta höfði eða beygja sig en batna ef þau eru dúðuð og í hlýju. Glært nefrennsli, eins og vatn.
Mercurius: Algeng eftir að gröftur hefur myndast í miðeyra. Eyrnaverkur versnar við hita og verri um nætur. Aukinn illa lyktandi viti, höfuðsviti. Aukin munnvatnsframleiðsla, andfýla, bólgin tunga. Einkenni versna ef þau lúta höfði eða beygja sig niður en vatna við hlýju eða ef þau eru dúðuð.
Silica: Seinni stig eyrnaverks. Líkamleg þreyta og veikleiki. Kuldahrollur vill láta dúða sig. Milt geðslag en snöktir en sækir ekki eins mikið í ástúð eins og Pulsatilla. Verkur fyrir aftan eyra á mastoid-svæði. Svitnar á höfði eða á höndum og fótum.
Belladonna er algengust í eyrnasýkingum á byrjunarstigi sérstaklega hafi hún komið skyndilega og fáein kvefeinkenni verið til staðar. Á tveim til þrem tímum fer barnið að þjást ofboðslega. Það gæti hafa verið með nefrennsli undanfarið en slímið er hvorki þykkt né litað. Ytra eyrað, eyrnagöngin eða hljóðhimnan gætu verið ljósrauð en enginn gröftur hefur myndast svo hljóðhimnan heldur eðlilegri lögun. Skyndilegur hiti
kemur um leið og eyrnaverkurinn sem leiðir niður í hálsinn sem gæti verið sár, einnig verkur í andliti.
Ferrum Phos: er mikið til notað á sama hátt og Belladonna á byrjunarstigi skyndilegrar eyrnasýkingar áður en gröftur hefur myndast. Hiti er ekki eins hár og almennt ástand barnsins ekki eins slæmt. Einnig má gefa Ferrum Phos hafirðu reynt Belladonna og hún ekki virkað.
Chamomilla: er gefin sérstaklega ef verkirnir hafa mikil áhrif á skap barnsins en minna vegna einkennanna. Börnin sem þurfa Chamomilla eru sérlega pirruð, öskra og gráta reiðilega, vilja ekki láta snerta sig eða hugga sig. Þau biðja um hluti og neita þeim síðan eða henda þeim frá sér, þau eru líkleg til að berja frá sér ef einhver vogar sér nálægt þeim. Stundum róast þau niður ef haldið er á þeim. Eyrnaverkurinn kemur ekki eins og skyndilega og í Belladonnu en verkurinn er mikill og barnið öskrar. Einkenin geta versnað við að lúta höfði eða beygja sig niður, batna í hlýju og ef þau eru dúðuð. Útferð úr eyrum er ekki eins mikill hér og í þeim remedíum sem koma hér á eftir. Yfirleitt vatnsrennsli úr nefi og sjaldnast mjög þykk útferð. Slímið er ólitað eins og hjá Belladonna. Hafðu Chamomilla í huga í hvaða sjúkdómi sem er sé barnið alveg sérstaklega pirrað.
Pulsatilla: Er líka mjög algeng og er ólík Chamomilla að því leyti að hún á við börn sem eru yndisleg, róleg, ástrík og góð þrátt fyrir eyrnaverkinn. Þau geta verið pirruð en gera ekki mikið meira en að snökta og kjökra, þau hafa ekki ofbeldi eins og Cham. og Hepar. Pulsatillabarn vill láta halda á sér og fá huggun og knús og það róar þau. Þau geta alveg öskrað vegna verkjanna en eru þó líklegri til að gráta vesældarlega. Pulsatilla á vel við hafi eyrnasýking komið í kjölfar kvefs sem hefur verið viðvarandi í nokkra daga. Nefrennsli verður gulgrænt og þykkt. Verkirnir geta verið alvarlegir en þau geta líka verið verkjalaus. Rannsókn sýnir oft rauða, bólgna hljóðhimnu og graftaruppsöfnun í miðeyra. Þukk gulgræn útferð gæti verið í ytri göngum. Verkir eru alltaf verri um nætur og í heitu herbergi. Þrýstingstilfinning í eyra. Barnið þarf ekki að hafa hita en líður illa í heitu herbergi og vill ferskt loft. Hún er ekki eins þyrst og venjulega jafnvel þótt hún hafi háan hita. Í hvaða vandamáli sem er á Pulsatilla alltaf við sé barnið milt, viðkvæmt og háð.
Silica: á líka vel við á mið- eða seinni stigum kvefs og eyrnasýkingar. Barnið er blítt og snöktir en ekki eins ástríkt og vill ekki eins mikla ástúð og Pulsatilla. Það einkennir þau líka líkamleg þreyta og veikleiki. Það er eins og sjúkdómurinn hafi brennt þau alveg upp. Þau eru köld og vilja hlýju og láta dúða sig. Sviti gæti verið á höfði og á höndum og fótum. Sé verkur í eyra gæti hann verið slæmur en yfirleitt ekki eins og í hinum remedíunum. Hann kemur helst um nætur og versnar við kalda bakstra, við hreyfingu, að sitja lengi og hljóð. Hún á best við sé verkur fyrir aftan eyra á mastoid-svæði ásamt fleirum. Kláði gæti verið í eyra (Hepar og Merc) eða stífluð tilfinning. Rannsókn sýnir bólgu og graftarmyndun og vökvi eða gröftur gæti runnið úr eyranu. Hverskonar nefrennsli af allskonar gerð fylgir yfirleitt sýkingunni.
Hepar Sulphur:
hefur lík líkamleg einkenni og Silica en ákafari. Hana er best að gefa á mið- eða seinni stigum kvefs og eyrnasýkingar þegar nefrennsli er þykkt og litað þegar bólgan í miðeyra hefur þróast og gröftur hefur myndast. Hafðu Hepar í huga þegar barnið er ákaft og brjálæðislega pirrað út af öllu mögulegu. Þótt andlegt ástand þess líkist Cham. er það þó ekki eins ákaft og ekki eins ákveðið í að vilja ekki láta halda á sér og ólíklegra til að henda hlutum frá sér eða lemja fólk. En Hepar barnið lætur þig örugglega vita að það sé reitt. Börnin eru mjög köld, og kalt loft ertir öll einkenni. Barnið vill sitja við hitann og hafa margar ábreiður. Verkurinn er alvarlegri og verri um nætur, verra í köldu frísku lofti, verra við kalda bakstra en batnar við hita og ábreiður.
Mercurius: á líka við eyrnaverk eftir að gröftur hefur myndast. Barnið er nokkuð pirrað og gæti gert ýmislegt vanhugsað í flýti eða líka að viðbrögð þess eru ekki eins snörp og annars. Það þolir annaðhvort ekki hita eða kulda og stundum hvorugt en eyrnaverkur þess versnar við hita, sérstaklega við hita í rúminu, verri um nætur. Það einkennir Mercurius einkenni að svitaframleiðsla eykst með vondri lykt, höfuðsviði, aukin munnvatnsframleiðsla, andfýla, bólga í tungu, titringur og kippir.
Jóna Ágústa: Unnið upp úr fyrirlestrum í College of Homeopathy í sjúkdómafræði og úr greinum af netinu.
---------------------------------------------------------------------------------------------------

Til baka

Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan
 

Dáleiðslutækni - Hómópatía - Lífsveiflutækni - Ljóstækni - Orkubrautatækni - Magaband - Remedíur -

Heilsuhöndin leiðir þig til betri heilsu.